Flokkur: sniðugar hugmyndir

  • …er eitthvað sem manni þótti í bernsku bragðast mikli betur úr garðu nágrannanna, en í dag fer ég nú ekki mikið yfir á aðrar lóðir, í skjóli næturs til að næla mér í nokkra leggi. Ég lenti í þvi nú á dögunum að þurfa að vera á fljótandi fæði í nokkra daga og þá var…

  • …þá er ég nú samt mjög hrifin af öllum góðum mat og öðru ljúffengu gúmmilaði… Ég var að baka fyrir afmæli húsbóndans þegar eitt barnabarnið hafði orð á því að það langaði í „regnbogaköku“ í afmælinu sínu. Amman ákvað að prófa hvernig þetta kæmi nú út í afmæli afans….

  • …þar er ró og þar er friður…. ja sko svona yfirleitt! En ég bjó amk mér til plaggat með vísunni góðu og setti í ramma inná  klósett hjá okkur.  Þetta er ódýr og skemmtileg hugmynd sem hægt er að skipta út kinnroðalaust þegar nýbrumið er horfið af!

  • Ég fór í páskaeggjagerð með eldri syni minum og konunni hans í fyrra og þegar ég mætti þá hafði þessi elska keypt súkkulaðiskómót. Hann þekkir greinilega hvar veikleiki móðurinnar liggur… svo hófust tilraunir, fyrst með venjulegri blöndu af suðusúkkulaði og ljósu mjólkursukkulaði. Frúin bara nokk sátt við skósafnið…  -það bíður þó einn í viðbót inni…

  • Í haust málaði ég vaskborðið inni á baðherberginu okkar svart og var gasalega lukkuleg með það. En lakkið var ekki nóg og gott og það mynduðust leiðindar blettir eftir vatnsull sem að var ekki nóg og fallegt… Ég ákvað því að gera smá tilraun og pantaði mér frá Amason stensla sem eru eins og flísar.…

  • …ömmur eiga oft eitthvað spennandi dót og þannig er það hjá þessarri í T14.  Ég er búin að eiga skemmtilegt söguvasaljós siðan elsta barnabarnið fæddist. En það er orði ansi lúið, svo amman leitaði á ebay eftir nýrri græju sem svo barst í hús a dögunum… Söguvasaljósið kemur með 4 sögum og svo þegar búið…

  • …ég er þó ekki ein af þessum húsmæðrum sem eru meðetta. En ömmur eru þó stundum að reyna að sýna lit… í þessu afmæli var Dóru og Nemo-þema    

  • Ég sá svo voðalega fallega lampafætur um daginn, en það sem gerði þá svona mikið bjútí var að á þeim voru „rósettur“. Mig langaði að sjálfsögðu svakalega mikið í svona lampafætur, eeeen maður getur víst ekki tekið allt með heim úr búðinni! Nú sumu getur maður heldur ekki gleymt og ég spáði mikið í hvernig…

  • Já það má sko nýta skókassa á marga máta og hér er ein góð hugmynd sem ég gerði fyrir 2 árum … Fyrir þessa framkvæmd verða kassarnir að vera úr frekar þykkum pappa… ég byrjaði á því að skera út glugga á aðra hliðina á þeim… …málaði  svo kassana hvíta… …límdi innan á gluggana glærur… …og…

  • Æi ég á það til að missa mig smá þegar ég er að gera eitthvað mjög skemmtulegt. Það gerðist einmitt þegar ég datt í spreyj-gírinn um daginn…