Í haust málaði ég vaskborðið inni á baðherberginu okkar svart og var gasalega lukkuleg með það. En lakkið var ekki nóg og gott og það mynduðust leiðindar blettir eftir vatnsull sem að var ekki nóg og fallegt…
Ég ákvað því að gera smá tilraun og pantaði mér frá Amason stensla sem eru eins og flísar. Hér koma myndir af afrakstrinum og ég er mjög sátt..

