Það styttist i páskana og ég er aðeins að detta i stuð til að gera eitthvað páskalegt…
Ég skellti t.d á þennan porstulínsbakka litlum sætum ungum sem ég klippti út úr servíettu og „límdi“ á með mjólk. Mjólkin og þá helst undanrenna er frábært bráðabirgða „lím“ og svo þegar páskarnir eru liðnir þá þvæ ég bara myndirnar af án nokkurra vandræða….