Já það má sko nýta skókassa á marga máta og hér er ein góð hugmynd sem ég gerði fyrir 2 árum …
Fyrir þessa framkvæmd verða kassarnir að vera úr frekar þykkum pappa…
ég byrjaði á því að skera út glugga á aðra hliðina á þeim…
…málaði svo kassana hvíta…
…límdi innan á gluggana glærur…
…og kominn þessi flotti gluggaskókassi sem auðveldar þeim sem eiga „nokkur“ skópör leitina að þeim…
er þetta ekki bara sneddý?
…nú er bara að skera og mála fleiri kassa.