Dubbað upp á lampafætur… upprifjun

Ég sá svo voðalega fallega lampafætur um daginn, en það sem gerði þá svona mikið bjútí var að á þeim voru „rósettur“. Mig langaði að sjálfsögðu svakalega mikið í svona lampafætur, eeeen maður getur víst ekki tekið allt með heim úr búðinni! Nú sumu getur maður heldur ekki gleymt og ég spáði mikið í hvernig ég gæti búið mér til svona „rósettulampafætur“…

Ég hafði í haust keypt mér tvo lampa í Rúmfó, sem eru sko með fótum sem bara biðu eftir að fá á sig svona skraut…

1

Ég lagðist í hugmyndavinnu og ákvað að prófa að nota FIMO-leir og „kökuskreytingamótið“ mitt til að steypa „rósettuna“…

2

…úbbbs og með hjálp kökukeflisins tókst þetta bara ágætlega…

3

…smá snyrting…

4

…svo var mátað og mótað á lampafótinn. Ég setti þetta síðan á sívaling sem mátti fara inn í bakarofninn, svo að það aflagaðist ekki í bakstrinum…

5

Frúin er nú svo bráðlát að hér er hún búin að tilla skrautinu  lauslega á lampafótinn, en ég þarf að mála „rósettuna“ og „dusta“ smá yfir hana til að fá smá sjabbýlúkk á hana…

6

…Frúin bara nokk sátt og verður vonandi enn sáttari eftir málun…

7

Svo eina svona „Fjarskamynd“…  Ég er búin að kaupa nýjan skermi á annann lampann og held að ég splæsi á hinn líka nú þegar fóturinn er kominn með þetta fína lúkk…

8

Jæja látum þetta duga í bili og höfum það bara öll næs í dag…

Slide1

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s