Flokkur: Fallegir hlutir
-
Ég skrapp til Malmö á dögunum og flaug til Kaupmannahafnar á leið minni fram og til baka. Á heimleiðinni mætti ég nokkuð tímalega á flugvöllinn og hafði því góðan tíma til að ráfa um og skoða. Ég kíkti meðal annars inn í þessa búð…
-
Við erum með nokkur gömul og afskaplega falleg ljós sum hafa verið lengi í fjölskyldunni og við þekkjum því vel sögu þeirra, á meðan önnur hafa bara „lent“ hjá okkur… Þetta fallega ljós fundum við í Góða hirðinum… heppin við 😉 Þessir „ljósasveppir“ hafa fylgt okkur lengi en þeir voru í gömlu húsi sem við…
-
Ég sagði ykkur frá þvi um daginn að ég hafi eignast svo fallega skó sem er jólatrésskraut. Í vikunni barst mèr viðbót…. það eru skór með Öskubusku og svo Mjallhvíti og dvergunum sjö. Mér finnst þeir æði!
-
Fyrir u.þ.b 17 árum síðan eignaðist ég dúkkuvagna sem átti að henda. Þessir vagnar ásamt fleira „gulli“ voru í gömlum leikskóla sem var verið að loka hér í bæ og flest orðið eitthvað lúið þar inni. En Frúin er nú bara þannig að hún sogast að gömlum hlutum og fékk því að taka með heim…
-
Mér finnst voðalega gaman að gefa sjáfri mér blóm svona við og við. Blóm eru yndisleg viðbót við umhverfið og ekki er verra ef þau ilma… Ég fjárfesti í gasalega fallegum „plat“rósum í Pier á helginni, en það var Tax free og rósirnar því á lækkuðum prís… Liturinn á þeim finnst mér vera mjög sérstakur…
-
Frúin eignaðist æðislegt skrautjárn á helginni og var snögg að skella því út í stofugluggann -svona til bráðabrigða sko!! Þetta nýja flotta skraut fékk ég úr litlu búðinni hennar Soffíu í Skreytum hús og þjónustan er sko ekki slök á þeim bæ, því hún kom færandi hendi alveg heim að dyrum 😉 En sjáið bara…
-
Ég var að flandrast á facebookinu í gær og skoðaði þar síðu sem Gamlir munir eiga þar rakst ég á svakalega fallega heklaða kappa, sem ég heillaðist af. Ég hafði samband við hana Herdísi sem er með fornsölu heima hjá sér og fékk ég að koma til að skoða kappann með puttunum… 🙂 það fór nú…
-
Var ég nokkuð búin að segja ykkur að ég skrapp um daginn til Brighton 😉 hehehe okey þið voruð semsé búin að heyra af því… eeeen ég var sko ekki búin að sýna ykkur það sem frúin sett í handfarangustöskuna sína og passaði uppá eins og ungabarn!!! Maður er nú kannski bilaður, en ég bara VARÐ að…