Ég var að flandrast á facebookinu í gær og skoðaði þar síðu sem Gamlir munir eiga þar rakst ég á svakalega fallega heklaða kappa, sem ég heillaðist af. Ég hafði samband við hana Herdísi sem er með fornsölu heima hjá sér og fékk ég að koma til að skoða kappann með puttunum… 🙂 það fór nú svo að ég fékk báða kappana sem eru hvor um sig ca. 2 metrar að lengd, með mér heim. En í framtíðinni á fá þeir að prýða gluggana í nýja húsinu okkar ❤
Hér eru sýnishorn, ég á að sjálfsögðu eftir að þvo þá og stífa. Svo ætla ég að sauma þá neðaná bómullarefni, þannig að kappinn verði breið blúnda!
Mig langar mikið til að fá „kristalla“ til að hengja neðan í kappann, en ég hef ekki fundið neina svona glerkristalla þó ég hafi leitað víða… en kannski vitið þið hvar ég fæ svoleiðis skraut!! Hugmyndina fékk ég á netinu ( 2.bp.blogspot.com), þið sjáið hana hér fyrir neðan…
Ég fann þessa kristalla í skúffu hér heima og langar í eitthvað svipað…
Þessi blúnda er svakalega falleg…
Frú óþolinmóð á nú dálítið erfitt með að bíða eftir því að geta nú mátað blúndukappann í tilvonandi glugga og virka því 8 mánuðir órafjarri…
Ég er rosalega glöð í hjarta mínu að „þurfa“ ekki að hekla þennan blúndukappa sjálf… nóg að þurfa að stífa og strauja hann fínan ❤
Mjúkarkveðjur inní helgina, Gunna ❤
Hæ, varð bara að kvitta eftir að hafa skoðað (og slefað) yfir flottu hlutunum þínum og hugmyndafluginu. Rosalega fallegt allt saman. Mig langar samt að spyrja, hvar færðu svona franska smáglugga, þessa með blúndunum í? Og líka gluggaskrautið sem þú settir í horn á dyrum? Alveg sjúk í þetta ásamt mörgu öðru. Takk fyrir frábært blogg 🙂
Líkar viðLíkar við
Takk fyrir Sólveig að kíkja á síðuna mína 🙂
Gluggarnir með blúndunum eru hurðir úr IKEA! En tréhornskrautið var mér gefið af vinkonu minni sem veit að ég hirði allt 😉 en ég sá alveg svakalega fallegt hornskraut í Borð fyrir 2 þau voru úr járni, níðþung og svolítið dýr, en svakalega flott 😉 vona að þetta komi þér eitthvað að gagni…
kveðja Gunna
Líkar viðLíkar við
Sæl
Er viðhengi á blogginu hjá þér og því alveg til í að gera þér greiða. Meðfylgjandi er linkur á Hobby lobby:
http://shop.hobbylobby.com/search/?keyword=Acrylic%20Gems&pg=5
Fer til Texas 18 nóv og heimsæki örugglega Hobby lobby. Það verður pláss í töskunni fyrir nokkra kristalla ef þú villt að ég kippi þeim með 😉
Líkar viðLíkar við
Sæl Heiða
vá hvað þú er yndisleg að bjóða mér þetta! Já ég vil endileg þyggja þetta góða boð þitt.
Ég ætla að fá að senda þér skilaborð í prívatpóstinum þínum 🙂
Kv. Gunna
Líkar viðLíkar við
Já gerðu það endilega.
Kv Heiða
Líkar viðLíkar við