Te fyrir tvo eða þannig…

Jæja hvað haldið þið að frúnni hafi dottið í hug núna?  Jú sko ég fékk mér te í vinnunni gær og á miðanum sem hangir við tepokann voru svo sæt „skilaboð“ að ég bara varð að taka pokann með mér heim og gera eitthvað meira með´ann 🙂

Hérna er flipinn góði sem fékk að koma með mér heim…

IMG_3502 IMG_3503

..og einhvern veginn fékk ég þá flugu í hausinn að finnast ég verða að teikna nýja fallega húsið mitt á tepokann. Svo ég byrjaði á að rissa það upp…

IMG_3505

…krotaði svo ofaní með tússi,ok  þetta er nú ekkert eitthvað súperdúber, en þið verðið að viðurkenna að hugmyndin er góð 😉

IMG_3507

ég var búin að sjá fyrir mér að nota vatnsliti, eeeenn þeir eru úti í bílskúr í einhverjum kassanum þar!  Nú svo ég tók bara tréliti og fyllti uppí…

IMG_3509

Frú bráðlát skellti herlegheitunum í ramma sem hún fann inni í föndurherbergi (merkilegt hvað hægt er að finna þar, í þessarri líka litlu skonsu…) en ég sé það að ég þarf annann  og minni ramma utan um tepokann minn.

IMG_3512

þetta er bara „fjarska“ fín mynd… ég held að ég prófi að komast í smá vatnsliti og „sjæni“ aðeins til litina og fylli aðeins betur uppí umhverfið…

IMG_3513

…lítill poki í stórum ramma -ekki alveg að gera sig! Verð að gera mér ferð fljótlega í IKEA og skoða kjúttlegann ramma…

IMG_3516

…smá viðbætur við blogg dagsins, þar sem ég komst í vatnsliti og  klíndi smá viðbót á pokann… 😉

IMG_3522

Jæja njótum öll dagsins í dag, því hann kemur aldrei aftur…

kveðja Gunna.

2 athugasemdir við “Te fyrir tvo eða þannig…

 1. Sæl mér finnst rosalega gaman að kíkja á síðuna þína og fá frábrar hugmyndir allt svo flott sem þú gerir. Langar svo að vita hvar þú hefur grafið upp gluggahlerana og gluggana sem þú setur í glugga hjá þér. Kveðja Svava

  Líkar við

  1. Takk fyrir það Svava 🙂
   Hlerarnir mínir koma úr Ikea þessir með glerinu, þetta eru innréttingahurðir. „Glugginn“ er úr Evitu á Selfossi, Hvít hlerana keypti ég fyrir lööööngu síðan í verslun sem var niður á Granda og lét ég sprauta þá hvíta, en ég held barasta að það sé engin að selja svona hlera lengur. Ég er allavegana búin að leita nokkuð vel 🙂
   kv. Gunna

   Líkar við

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s