Dekrað við dúkkuvagn…

Fyrir u.þ.b 17 árum síðan eignaðist ég dúkkuvagna sem átti að henda. Þessir vagnar ásamt fleira „gulli“ voru í gömlum leikskóla sem var verið að loka hér í bæ og flest orðið eitthvað lúið þar inni. En Frúin er nú bara þannig að hún sogast að gömlum hlutum og fékk því að taka með heim nokkra slíka…

Annar vagninn var lakkaður blár og hinn er rauður. Ég málaði þann bláa, hvítan og fékk mætan mann til að renna ný dekk og nýtt handfang á hann…

1v

…ég tillti nú bara blúndunni á með nokkrum dropum af límbyssulími… -bara sko ef Frúin mun vilja skipta  um blúndu síðar, maður veit aldrei!

2v

Svo voru sniðin pappaspjöld og þau klædd með satínefni…

3v

…pappinn og efnið sett inn á hliðarnar…

5v

…gamaldags mynd skellt utaná, búið um vagninn með sæng og 70 ára gamall bangsi skipað í heiðursess ofaná…

7v

…það er ekki laust við að sá 50 ára gamli horfi afbrýðisaugum til þess gamla…

8v

…þau eru yndisleg þessi gömlu gull og þessi ásamt fleirum fá að vera í kósýheitunum uppi í rjáfri í Frúardyngjunni góðu… -meira um hana síðar 😉

9v

Hugsum áður en við hendum, það leynast sko gull víða… -því ekki er allt gull sem glóir!Slide1

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s