… já ég held bara að seturnar á eldhússtólunum sem fylgdu með húsinu séu orðnar betri! Stólarnir sjálfir sem eru 8, fjórir hvítir og fjórir brúnir eru í sjálfu sér mjög flottir en efnið á setunni var orðin frekar lasið og sjoppulegt á þeim hvítu… -erhaggi?
…hahaha það er alltaf spennandi að sjá hvað kemur undan áklæðinu þegar gamlir stólar eru gerðir upp…
…svo var nýr svampur sniðinn eftir setunni…
…og nýtt áklæði komið á, það er smá munur… -Frúin er allavegana bara sátt. Það var á dagskránni að spreyja þessa stóla með hinum brúnu, en mér finnst þetta „sjabbýlúkk“ svo sjarmerandi…
…og hér eru þeir þrír bræðurnir af fjórum, mættir og bjóða til sætis…
…má bjóða þér 😉