Gluggar geta verið miskrefjandi og hjá okkur eru tveir á skalanum mjögsvomikiðkrefjandi… þetta eru gluggar sem eru í stigahúsinu á húsinu okkar. Ég er búin að spá og spékulera lengi hvernig maður getir gert þessa glugga meira „sjarmerandi“ og ég held að ég hafi dottið niður á nokkuð góða lausn… -í bili a.m.k. 😉 Gluggarnir tveir er um 3 metra háir og eru á móti hver öðrum sitthvoru megin við stigann og fyrir neðan þá eru dyr…
Ég átti til „spagettígardínur“ sem ég skellti í gluggana og í annann setti ég þessa fallegu risablómaseríu sem hefur þvælst með okkur leeeengi…
…mér finnst þetta gefa glugganum létt og bara fallegt lúkk og ljósið færir milda birtu í stigann…
hérna sést annar glugginn betur -hinn er alveg eins…
Hvað finnst ykkur eru þið kannski með betri lausn þarna úti…