Við erum með nokkur gömul og afskaplega falleg ljós sum hafa verið lengi í fjölskyldunni og við þekkjum því vel sögu þeirra, á meðan önnur hafa bara „lent“ hjá okkur…
Þetta fallega ljós fundum við í Góða hirðinum… heppin við 😉
Þessir „ljósasveppir“ hafa fylgt okkur lengi en þeir voru í gömlu húsi sem við áttum í den…
Þetta ljós var í eigu ættingja og við tókum það að okkur. Ég gerði svo rósettuna i Fab lab…Þessi yndislegi lampi kemur úr fjölskyldu mannsins míns. Í mínum augum er þetta algjör gersemi…