Jæja þá er það nýja stofan okkar. Það er kannski orðið nokkuð ljóst að GRÁTT er liturinn sem er inn á þessu heimili 😉 Litirnir á baðherberginu – eldhúsinu og stofunni eru í grunninn allir sá sami þ.e Öldugrátt frá Slippfélaginu, en þeir eru blandaðir með1/1, 1/2 og 1/4 af litarefnunum þannig að þeir eru sami tónninn en mis dökkir. Stofan er semsé með milligráan tón. Þetta er borðstofan okkar…
…og stássstofan er á móti…
Mér finnst þessi gráilitur æðislegur…
…fallega loftljósið sem smellpassar svona líka inn í húsið, fékk ég í afmælisgjöf frá krökkunum mínum, en það fæst í IKEA.
Það voru tvær dyr inn í stofuna, við tókum þær og færðum þær annað í húsið… 😉 Mér fannst þetta stækka stofuna um helling og birta ganginn!
Fram í sólstofuna opnuðum við alveg, en þar voru líka tvö dyraop, þetta léttir líka heilmikið á stofunni…
Hekluðu gardínuna keypti ég á flóamarkaði en saumaði silkikennt efni á kappann til að síkka hann aðeins. efnið er eins í lampanum í glugganum… Flotta löberinn í mið glugganum keypti mamma á Tenerife og færði mér svo ég gæti gert gerdínur úr honum, en ég tými ekki að klippa hann í sundur hann er svoooo fallegur!
bjútí…
Lampinn góði sem ég keypti í RL og steypti á lampafótinn rósettu sjá hér Skrautjárnið í gluggahorninu á að fara í dyragatið inn í sólstofu, en það tekur sig vel út í glugganum 😉
Gluggabjútí…
…
Kíkt í sólstofuna… -en nánari kynni fara fram síðar 😉
lovit…
…og þetta líka
með knúsi úr húsi….















Skildu eftir svar við Kolbrún Hætta við svar