Flokkur: skreytingar…

  • æi það er svo kósý þegar maður hefur skellt rósum í vasa og kveikt á kertatírum… nú er bara að njóta þess á fallegu laugardagskvöldi!                                                 njótið kvöldsins, kveðja Gunna ❤

  • þá er vorið farið að sýna sig, allavegana hér innan dyra hjá frúnni í Hafnarfirðinum 😉 lítum á… það er smá farið að „grænka“ á heimilinu,  m.a. sjáum við leiregg sem frúin er að leika sér að búa til… vor í lofti… rökkur og vorrómantík njótið dagsins kveðja Gunna

  • Ég eignaðist svo gasssalega flott uglukerti um daginn og púða í stíl 🙂 þessar gersemar fékk ég hjá Kikke Lane Koff á Akranesi. en hún er með margt mjög flott til sölu, endilega að skoða síðuna… En hér fáið þið að sjá mitt sem ég fékk… Kerti með þremur ugluungum og ástföngnu uglupari 😉 og…

  • Ég fór á æðislegt skiltanámskeið um daginn hjá henni Maggý í Fonts   í dag býð  ég ykkur upp á myndir, af því sem ég gerði það kvöld og ég á sko örugglega eftir að gera fleiri skilti  😉 Þetta skilti er gömul krítartafla sem ég stenslaði stafi á… Antik græni liturinn er bara  svo æðislegur …

  • Ég hef verið að dáðst undanfarið af svo flottri mynd, sem tekin er af byggingaverkamönnum að borða nestið sitt uppi á járnbita á háhýsi…   þessa mynd langar mig svakalega að fá á púða.  Ég prentaði út á pappír myndina og skellti henni á kerti, sem kom bara nokkuð vel út og nú er stefnan…

  • Jæja ég ætla að ljóstra upp myndaleyndamálinu sem ég birti hér í gær. Ég á svo flott KRÍLI eftir hana Línu Rut listakonu  https://www.facebook.com/pages/L%C3%ADna-Rut/145550538794644  KRÍLIÐ mitt hefur verið dulítið einmana upp á vegg en mig langaði alltaf í systkini handa því. (það kemur örugglega seinna 😉 Ég fékk ágætis hugmynd -að mér finnst, það er…

  • hehe… nei það er ekki skollin á hlaupabóla á heimilinu 😉 Þetta er sýnishorn eða brot af verkefni sem frúin er að vinna að þessa dagana og ætlar að sýna ykkur á allra næstu dögum!  eigum við að hafa getraun hvað þetta er? gettu, gettu… sjáumst fljótlega… kveðja Gunna 😉  

  • ég sýndi ykkur smá vetrarskraut um daginn og þar var herra hreindýr frekar einmana, en nú hefur hann eignast félaga! eru þeir ekki bara sætir saman… þeir búa að vísu á sitthvorri hæðinni…

  • þar sem jólin nálgast eins og óð fluga, nú þá verður jólabörn eins og ég að fá smá æfingu í að skreyta með smá vetrarskrauti og ljósum. Finnst ykkur það ekki bara sanngjarnt? 🙂 ok ég lofa að missa mig ekki alveg strax bara smá upphitun… Könglar eru ekta vetrarskraut, hreindýr eru vinsæl allt árið…