þar sem jólin nálgast eins og óð fluga, nú þá verður jólabörn eins og ég að fá smá æfingu í að skreyta með smá vetrarskrauti og ljósum. Finnst ykkur það ekki bara sanngjarnt? 🙂 ok ég lofa að missa mig ekki alveg strax bara smá upphitun…
Könglar eru ekta vetrarskraut, hreindýr eru vinsæl allt árið t.d. fyrir austan 😉 og svo falleg trjágreinastjarna á efri hæðinni!
Glersveppirnir mínir eru bara æðislegir, svo gamaldags…
Hreindýrinu mínu hálf leiðist svona einu ég held að ég VERÐI að fá vin fyrir það!