Sunnudagurinn vaknaði upp frekar vetrarlegur og það var bara næs inniveður í dag 🙂 En nú er kominn tími á kjól vikunnar. þessi er eiginlega svona spari, svartur með ísaumuðum perlum og steinum! Kjóll vikunnar gjööörið þið svo vel…
Kjóllinn er alveg gasssalega þæginlegur, efnið er teygjanlegt og „þungt“ þannig að hann fellur vel 😉
…og peysuermarnar eru líka þæginlegar og mjög flotar! Þær rykkjast í kringum hálsmálið og gerir svo smart púff…
Ég nota ekki hálsmen við þennan kjól þar sem mér finnst að skrautið á kjólnum sé nóg og rykkingin á peysunni utan um hálsinn, gera allt sem þarf 😉
Kveðja Gunna