Jæja ég ætla að ljóstra upp myndaleyndamálinu sem ég birti hér í gær. Ég á svo flott KRÍLI eftir hana Línu Rut listakonu https://www.facebook.com/pages/L%C3%ADna-Rut/145550538794644 KRÍLIÐ mitt hefur verið dulítið einmana upp á vegg en mig langaði alltaf í systkini handa því. (það kemur örugglega seinna 😉 Ég fékk ágætis hugmynd -að mér finnst, það er að mála pappastafi sem ég á og er búin að marg mála og breyta (hver kannast við að gera svoleiðis…) kíkjum bara á myndir af´essu 🙂
Sjáið hvað KRÍLIÐ mitt er krúttilegt og sætt…
Hér hafa stafirnir verið grunnaðir og verkið er hafið…
Hér er Krílið mitt ekki lengur eitt hangandi upp á vegg… 🙂
…og ein svona yfirlitsmynd í lokin! Nú hefur KRÍLIÐ smá uppfyllingu með sér , þangað til systkinið mætir í hús 🙂