Ég hef verið að dáðst undanfarið af svo flottri mynd, sem tekin er af byggingaverkamönnum að borða nestið sitt uppi á járnbita á háhýsi… þessa mynd langar mig svakalega að fá á púða. Ég prentaði út á pappír myndina og skellti henni á kerti, sem kom bara nokkuð vel út og nú er stefnan sett á að prenta út myndina af gæjunum að leggja sig þarna uppi á járnbitanum 😉 svona til að milda biðina eftir púðanum mínum, þá fékk ég flottan púða með mér heim frá RL-design 😉 kíkjum á málið…
púðinn er með flottri mynd af háhýsum…
Kertið mitt með cool gæjum á og smá yfirlit yfir svæðið…
Þessa „lituðu“ mynd langar mig að fá á púða og svo ætla ég að setja „hvíldarstundina“ á annað kerti… En það hefur ekki verið í lagi hjá þessum gæjum að hanga nánast í lausu lofti eins og ekkert væri. Ég myndi allavegana ekkert vera mjög svöng í þessarri hæð… 😉
kveðja Gunna