Ég kíkti í „þann góða“ um daginn og datt niður á ýmislegt mjög nytsamlegt 😉 Það yndislega við verslanir eins og „þann góða“ er að, það sem sumum finnst „drasl“ er“ gull“ fyrir öðrum… ælovit 🙂 en ok ég var þarna hálf inní hillunum nema hvað, ég alltaf svo heppin, sá þarna liggjandi tvö glerlok (eins og Dossa gerði um daginn sjá hér ) nú þau bara góndu á mig og vildu koma með mér heim! æi ég lét það eftir þeim og áfram lék lánið við mig… sjáið bara!
…Jáhá því heima beið hann þessi ræfill loklaus og vesæll. Heppin? ha 🙂
nú ok og haldið ekki bara að minna lokið hafi smellpassaði svo á stórann glerdall sem gætir kertanna minna þessa dagana. Flottur? ha
Hérna er smá útsýnisflug yfir svæðið. En hvítu vírkörfuna fékk ég í Blómaval um daginn, ég bara stóðst hana ekki…
…en svo ÞURFTI frúin að kíkja smá í Söstrene Grene og heppin ha? fann þessi líka krúttilegu „járn“spjöld! Einmitt eins og mig hefur sko ALLTAF vantað! jaá auðvitað var strax byrjað að útdeila spjöldunum, og nammikrúsin fékk eitt (þarna vantaði enn merkingu á spjaldið, sumir eru ekki hvatvísir ha 😉 )
…og kertakrukkan mín fékk eitt, jiiii hvað ég er ánægð með kaupin! 🙂
kveðja Gunna