fyrir ári síðan, upprifjun 2: Nýja eldhúsið

jæja þá er komið að því að kynna ykkur nýja eldhúsið.  Það er sá staður í húsinu sem er minn uppáhalds, að minnstakosti ennþá. Eldhúsið er alveg risastórt og er og verður sannkallað hjarta hússins.

Eins og ég sagði ykkur frá þegar ég bloggaðið um baðherbergið hér þá voru skilin á húsinu frekar sjoppuleg og eldhúsið var engin undantekning á því. Ég var t.d. ekki nema 8 klst að þrífa eldavélina og bak við hana. Ég á myndir af því en ég ætla að hlífa ykkur við þeim… 😉

Borðkrókurinn er æðislegur, rúmgóður og kósý

eld1

eldhúsið var hvítt og gult. Við ákváðum að hafa það grátt og aðeins grárra á milli innréttingarinnar,  við erum mjög ánægð með útkomuna…

eld2

…borðkrókurinn fyrir og eftir…

eld3 eld4 eld5

Við keyptum í vetur stórann Míruskáp sem eiginmaðurinn fékk að dudda sér við að mála hvítan í vetur. Útkoman er æðisleg…

eld6 eld7

…og þessi hornskápur fékk sömu meðhöndlun, hurðin á honum er í upphalningu hjá góðum manni hér í bæ…

eld8 eld9

svona virðuleg ljósakróna þarf nú að hafa fallega rósettu…

eld10

…útsýnið er yndislegt…  annar glugginn er lægri en borðið og  mér finnst ljótt að horfa  inn. Svo ég leysti það með því að setja „girðingu“ í gluggann og þá ber ekki eins á muninum.

eld11

Var ég nokkuð búin að minnast á þennan yndislega skáp…

eld12

Ömmur verða að eiga viðeigandi dót í eldhúsinu fyrir lítið fólk…

eld13

hmmmm… doppur er eitthvað sem er svo mikið uppáhalds…

eld14 eld15

Húsmæðradót… Emeleruðu skeiðarnar fékk ég í Brighton í yndislegri lítilli búð sem ég sagði frá hér

eld16

borðkrókurinn -hjarta hússins…

eld17

…þetta er snilld, útvarp innbyggt í innréttinguna…

eld18

Flottu krúsirnar sem ég keypti í yndislega kaffihúsinu Pallett í Hafnarfirði tróna á hornskápnum…

eld19

Doppuhornið góða…

eld20

Skápurinn fylltist fljótt af ýmsum gersemum…

eld21 eld22 eld23

eldhúskrókurinn…

eld24

borðkrókurinn…

eld25

Gaman væri nú að heyra frá sem flestum hvað þeim finnst um þessa breytingu.

Njótum lífsins og sumarsins…

Slide1

12 athugasemdir við “fyrir ári síðan, upprifjun 2: Nýja eldhúsið

 1. Kæra Gunna ég bíð spennt eftir frammhaldinu, er algerlega gáttuð á dugnaðinum í þér hvar sem þú ert, meira er ég þó hissa á öllu þessu sem ´þú átt og notar því ég á helling sem ég hef ekki hugmynd um hvað ég skal gera við svona getur þetta nú verið misjafnt. Fallegt heimilislegt og yndislegt já þetta segir það sem mér finnst knús og kærleikur

  Líkar við

 2. Frábært að sjá, skáparnir eru svo flottir. Hvar fékkstu „gluggahlerana“ sem þú ert með í eldhúsglugganum og gluggunum í borðkróknum ?

  Líkar við

 3. Hæ hæ.
  Er að vafra um á netinu og fann bloggið þitt. Mikið er þetta flott!
  Má ég spurja hvaða grái litur er á eldhúsinu??

  Kv Ellen

  Líkar við

  1. Sæl takk fyrir það!
   Liturinn á eldhúsinu heitir Öldugrátt en það er einungis sett 25%af litarefnunum útí… Þetta er mjög fallegur litur eg er lika með hann á baðinu og í stofunni en í mis miklum styrkleika
   Kveðja Gunna

   Líkar við

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s