Fyrir ári síðan bloggaði ég um: Nýja baðherbergið okkar…

Jæja þá erum við búin að búa í eina viku í nýja húsinu okkar. Það er sko búið að vera mikið að gera, bæði að moka út, þrífa og mála. Við keyptum húsið með öllum húsgögnum, þar sem við  tókum við leigusamningum og leigðum áfram út herbergi til nema og því var húsið svona hálfgerð kommúna. Aðkoman að húsinu var nú eiginlega þannig að maður sá strax að „skítastuðulinn“ hjá leigjendunum hafði verið aðeins hærri en minn… 😉 Eeen það er búið að nota fullt af vatni og sápu og mála svo yfir síðustu dagana….

Næstu vikurnar ætla ég svo að leyfa ykkur að fylgjast með breytingunum sem verða hér inni í þessu annars yndislega húsi.  Og í dag langar mig að sýna ykkur baðherbergið okkar og hér eru myndir fyrir og eftir sjæn… Við völdum okkur lit sem heitir Öldugrár og finnst mér hann algjört æði! Baðkerið er upprunalegt, gamalt, djúpt og notalegt. Okkur langar til að skipta út í „gamaldags“ krana bæði hjá baðkerinu og vaskinum svona uppá andann…

Bað1

bað2

 

 

 

 

 

 

 

 

Bað5 Bað6

það er dálítil breyting… og liturinn maður minn ælovit ❤

Bað7

við skiptum líka út höldum á skápshurðunum, en oft þarf nú ekki meira til að fríska uppá útlitið…

Bað8

Að sjálfsögðu er Frúin búin að prufukeyra „kósýstund“ í búbbúlbaði…

Bað9

Erum við ekki bara sammála um að baðherbergið hafi ákveðinn kósýsjarma…

Bað11

jæja manni er ekki til setunnar boðið, það þarf að skrúbba meira og mála. En þar til næst….

Slide1

9 athugasemdir við “Fyrir ári síðan bloggaði ég um: Nýja baðherbergið okkar…

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s