…er á efri hæðinni og var upphaflega hugsað sem hjónaherbergi en þar sem það er útgengt út á svalir í þessu herbergi ákváðum við að hafa þetta sem sjónvarpsstofu, líka afþví að þetta er svo vel stórt rými.
kíkjum inn…
…og sem fyrr finnst mér voða gaman að leika mér að fyrir og eftir myndum þ.e frá því daginn sem við tókum við húsinu og svo eftir okkar „meðhöndlun“… Hvíti sófinn er voða þæginlegur kvöldkúrísófi, en hvíta Húsbóndastólinn í horninu fann ég í „þeim góða“ og þreif hann bara upp, en hann er alheill og óslitinn. Svo kostaði hann bara litlar 2500 kr. ❤ Gardínurnar eru enn á hönnunarstigi en ég á eftir að sauma á þær upphengjur…
Við settum aðra glerhurðina sem var tókum niður niðri og settum hana hér, þetta gerir ganginn frammi bjartari og svo eru glerhurðir alltaf svo miklar „drottningar“ og gera því svæðið virðulegra. Við ætlum svo að mála allar hurðirnar í húsinu hvítar í vetur…
…og hér eru fleiri fyrir og eftir…
…hurðin í horninu er svalahurðin, en þær eru sko tvær ein sem opnast inn og svo önnur sem opnast út…
Ég er voðalega glöð með þetta herbergi og það er bara notalegt að sitja þarna og góna á sjónvarpið og prjóna…
Hurðin góða…
…það er nú ekki komið mikið upp á veggina ennþá, því við viljum máta okkur og húsgögnin saman áður en maður fer að drita nöglum upp um alla veggi…
…
Svalahurðin gamla og góða…
…og þetta er m.a sú sýn sem blasir við manni þegar setið er í makindum í sólstól úti á „forsetasvölunum“. Himneskt!!!
Bara ein í viðbót úr kyrrðinni…
Sólarknús…
Dásamlega fallegt ❤
Líkar viðLíkar við
Takk fyrir Soffía 🙂
Líkar viðLíkar við