Draumahúsið

Eitt af því sem hefur átt tíma minn og huga síðustu vikur er nýja húsið okkar. Við festum kaup á ofsalega fallegu gömlu húsi um daginn ❤ Þetta hús er byggt á Ísafirði 1903 sem skólastjórahús. Við erum búin að fá húsið afhent, eeeeeen við flytjum ekki inn í það fyrr en í júlí 2015  eða eftir 9 mánuði!!!!! Frúin er því á fullu að plana og pæla og húsbóndinn gantast með það að konan verði nú búin að breyta nokkrum sinnum áður en kemur að flutningi… mér finnst hann sko ekkert fyndinn 😉 Ég má nú til með að leyfa ykkur að dáðst að nýja fallega húsinu okkar með mér…

Hér er gestahliðin á húsinu þ.e. framhliðin og svo glittir í sólskálann á hliðinni…

1hús

…og teikningin af sömu hlið… ❤

1

…og vangasvipurinn…

4hús

…og teikningin…

2

er það ekki bjútý?  Gluggarnir eru sko spennandi verkefni fyrir frúna…

3hús

Ég get samt lofað ykkur því, að ruslatunnurnar verða sko ekki staðsettar þarna…!!!

5hús

Þessa vetrarmynd varð ég að stelast til að hafa með, en ég fann hana á netinu 😉 jiiii hvað það verður notalegt að sitja í hengirólunni minni,  inni í sólskálanum með heitt kakó ❤

6hús

kveðja úr draumheimum…

Gunna 😉

 

4 athugasemdir við “Draumahúsið

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s