Ég elska rigningardaga, því þá er ekkert eins skemmtilegt og snuddast eitthvað inn við og t.d. sauma eða gera ýmsar breytingar 😉 Ég virðist ætla að verða svo heppin að þetta sumar ætlar að verða frekar blautt og þá er nú kátt í koti… í dag fékk ég þá flugu í hausinn að sniðugt væri að dubba dulítið uppá lampana í svefnherberginu, mér fannst þeir frekar strípaðir greyin. Ég fékk þessa flottu blúnduleggingu í versluninni Twill  www.facebook.com/pages/Twill-Vefnaðarvöruverslun/323593651018090?ref=ts    maður getur nú alveg misst sig þar inni! En ég stóðst freystingar að þessu sinni… Kíktu á myndirnar af framkvæmd dagsins 🙂

IMG_0319                            Hérna er´ann áður en frúin skellti sér í verkið…

IMG_0320                   …og eftir meðhöndlun!

IMG_0321                                  Ég passaði mig nú samt á því að festa blúnduna ekki of kyrfilega, því maður veit aldrei…

IMG_0326                  Falleg blúnda…

IMG_0327                           Maður verður nú líka að prófa hvernig lúkkar þegar ljós er á græjunni…

IMG_0329                    jú held þetta virki bara!

Kveðja út í sumarið, Gunna

Posted in ,

4 svör við “laugardags-snudd”

  1. Brynja Einarsdottir Avatar

    Datt innn a thessa skemmtilegu bloggsidu!
    Lampaskermurinn er dasemd
    Kv. Brynja

    Líkar við

    1. gunnabirgis Avatar

      Takk fyrir Brynja, endilega að kíkja við aftur!
      kv. Gunna

      Líkar við

  2. Elísabet María Ástvaldsdóttir, leikskólakennari. Avatar

    Þú ert náttlega bara snillingur , takk fyrir að deila með þér, það er svo gaman 🙂

    Líkar við

    1. gunnabirgis Avatar

      Takk fyrir Elísabet!

      Líkar við

Skildu eftir svar við gunnabirgis Hætta við svar