Jæja í dag ætla ég að skella inn nokkrum myndum af gömlum leikföngum sem til eru á heimilinu…
Ofan á hillunni trónir gamli bangsinn hans Dóra og í efstu hillunni eru gamlar gersemar, bækur frá mömmu; „En hvað það var skrýtið“ og „Litla kvæðið um litlu hjónin“ svo er þarna gamli rauði Volkswagen hans Dóra, sem hann fékk í denn.
Gamli bangsinn hennar mömmu, klukkubók… gamla matarstellið mitt og annar gamall bíll sem Dóri á… svo er þarna yndisleg falleg, gömul stafabók sem ég fékk þegar ég var „yngri“ 😉
Bangsinn og dúkkulísur í ramma… Litla bláa rúmið er frá mömmu og því fylgdi lítil dúkka og rauð sæng sem var úr plasti…
Hver man ekki eftir „Mínútunni“ frá því í lestrarkennslunni í denn… það leynast nú fleiri gömul leikföng hér og þar um íbúðina kannski fer ég hringferð fljótlega með myndavélina hver veit…
Ó, þvílíkar gersemar!
Líkar viðLíkar við