Sumt fólk er bara þannig að það er alltaf að fá hugmyndir, það ræður bara alls ekki við þetta og ég er svolítið þannig. Ég slysaðist t.d til að dubba upp á sófaborðið um daginn og í framhaldi af því datt mér í hug að sniðugt væri að gera eitthvað sneddý fyrir baðinnréttinguna. Ég keypti filmu til að setja á vaskaborðið inn á baðherbergi en svo fannst mér það ekki nóg og gott og hvatvísa ég fékk aðra hugmynd…
Ég bara málaði það svart og lakkaði vel yfir með sterku gólflakki… ekki flókið það…



