Eins og ég sagði í póstinum í gær þá eru sumir fæddir sem „perur“ og því alltaf að fá hugmyndir og sumar perur ganga það langt að framkvæma allt strax, á meðan aðrir perur eru skynsamar og láta það duga að fá hugmyndina og spá í hlutina… Ég held að ég sé svoldið í fyrri týpan, þessi hvatvísa og það getur bara verið svakalega erfitt. Serstaklega ef margar hugmyndir fæðast á meðan maður er á kafi í öðru „peruverkefni“… Ég „lenti“ einmitt í slíku þegar ég var að mála vaskborðið á baðherberginu.















