Ég sat yfir „júróvísionstuðinu“ og fannst illa farið með tímann svo ég fann mér smá verkefni… ég teiknaði og litaði á litla diska sem ég hef hugsað mér fyrir yngstu ömmukrílin þegar þau koma í mat til okkar. Æi mér finnst leiðinlegt að bjóða þeim uppá plastdiska á meðan fullorðna fólkið fær spariborðbúnað… það fær líka enginn hland fyrir hjartað þó þessir detti í gólfið og brotni. Amman málar þá bara á nýja….:)