Upprifjun…
…ó já hvað er skemmtilegra en góð saga? Ég er leikskólakennari og hef gaman af því að finna skemmtilegar sögur handa börnum. Öllum börnum finnst líka gaman að segja sögu 😉 og þá eru „sögusteinar“ skemmtileg tilbreytning! Ennþá skemmtilegra er að leyfa börnunum að tína steinana sjálf og svo setjum við myndir á þá og þá er hægt að hefja sögustundina 🙂
Mig langar til að sýna ykkur hér nokkra af þeim „sögusteinum“ sem ég hef gert fyrir leikskólann minn og svo er líka gaman að eiga nokkra steina heima, fyrir börnin eða barnabörnin 😉 þetta er öðruvísi og ekki til í fjöldaframleiðslu eins og annað dót sem finnst í flestum barnaherbergjum…
best er að hafa steinana flata, og mála á þá ljósann grunn og ég svindlaði smá því ég „kóperaði“ myndirnar á með límlakki og þurrkaði svo pappírinn af með vatni…
Svo notaði ég bara tússliti til að lita…
View original post 49 fleiri orð