Frúin hefur mikið verið að nota dúka síðustu dagana og það nýjasta er að hekla gamlar litlar dúllur á járnhringi. Það merkilega við það, þegar maður vill gera eitthvað sem manni finnst mjög sniðugt og áhugavert þá finnur maður ekki efniviðinn! Þannig er það nú þessa dagana ég bara finn ekki fleiri litla dúkadúllur ég er búin að leita og leita en… jæja það hlítur að poppa upp einn daginn 😉

en ég leyfi ykkur að sjá það sem er komið…

Ég keypti tvær stærðir af hringjum, þetta eru minni hringirnir. Þessi dúkadúlla er gömul og farin að rakna smá upp.

hekl

Verkið gekk bara fljótt og vel… -það hentaði líka frúnni mjög vel 😉

hekl2

dinglandi dúlla…

hekl3

…frú bráðlát bara varð að taka mynd þó það væri ekki komin nema einn hringur og ekki búið að hengja hann upp…

hekl4

Njótum dagsins kveðja Gunna

Posted in ,

2 svör við “Dúkadúllur í glugga…-fyrir 2 árum!!!”

  1. Kristín Ásta Avatar
    Kristín Ásta

    Hvar fékkstu hringina? Og bloggið þitt er frábært.

    Líkar við

    1. gunnabirgis Avatar

      Takk fyrir, gaman að heyra það.
      Hringirnir fást í Föndurlist. og örugglega í Föndru líka 🙂
      kv. Gunna

      Líkar við

Skildu eftir svar við Kristín Ásta Hætta við svar