Nú eru framkvæmdir hafnar á nýja fataherberginu hér í no.14. þá þarf að undirbúa eitt og annað sem þangað inn á að flytja.
Til dæmis þessi pappaskja sem ásamt systrum hennar var keypt í ,,þeim góða“ hér um ári, hún þurfti að fá nýtt lúkk. Hún var bara ekki að standast þær innflutningskröfur sem Frúin er að gera í sambandi við ,,lúkkið“
…nú þá er ekkert annað í boði en að ná í málningu og skella á öskjurnar. Guðrún Margrét ömmustelpan mín kom í heimsókn, þegar ég var búin að klína hvítum lit á þær. Blessað barnið spurði mjög undrandi út í hvort ekki ættu að vera doppur á öskjunum. Já sumir þekkja ömmu sína… Að sjálfsögðu var málinu reddað hið snarasta og doppur settar á 🙂 Þetta var bara allt annað…
jæja í næsta bloggi ætla ég svo að sýna ykkur hvað Frúin gerði við nokkra skókassa sem leyndust uppi á háalofti…