Þegar þeir dagar dúkka upp sem maður þarf að sýna afburða húsmæðratakta, nú þá er gott að vera vel græjaður til verka. 😉 Nú þessa dagana er verið að pakka niður búslóð og fylgihlutum og þá er nú betra að allt sé hreint og fínt sem pakkað er niður… Gardínur eru þvegnar og dúkar sömuleiðis. Við erum með hvítan sófa í sjónvarpsherberginu og eins og gefur að skilja mæðir dulítið á vininum. Þá er nú gott að geta tekið utan af´onum og skellt í þvottavélina. Eeeeeen efnið hnökrar svo óskaplega… -og þá komum við að græju sem aðstoðar húsmóðurina…
…nebblega þessari hér! þessi sér um að „raka“ af hnökur af fötum og bara öllu sem hnökrar á þessu heimili. Svo að hjá Frúnni gengur allt „hnökralaust“ fyrir sig… -eða þannig 😉 Ég keypti þessa græju í ELKO fyrir möööööörgum árum síðan ég held barasta á síðustu öld…
Hér sjáið þið áklæði af sófanum nýkomið úr þvotti og ef vel er skoðað sést hnökrið og þetta virkar sko ekki vera hreint…
…sko bara…
…hér er græjan mín farin að vinna, og það sést vel hvað hún á eftir að taka….
…og sjáið bara orðið hreint og fínt, svo nú er Frúin nokkuð happý.
ok og svo ein svona fyrir- og eftirmynd í lokin ❤