Baðferðir og slökun

Flutningar og niðurpakk getur reynt á. Nú og þegar Frúin er svo búin að burðast niður af 4 hæð, með misþunga kassa í geymsluna, þá þarf  sko að vera einhver gulrót 😉 Gott bað getur því verið yndislegt og ekki verra að hafa góðan ilm með sem kaupbætir…

Ég tók mig til um daginn og prófaði að búa til nýja tegund af „baðbombum“ Ég leitaði lengi að hjartalöguðu sílikonmóti en fann ekki fyrr en eftir á að tilraunin hafði verið gerð, ég notaði því „krossfiska“lagað  úr Ikea í staðinn…

1bomba

…og útkoman var þessi, ægilega fín…

2bomba

Uppskriftina fann ég á netinu. en ég breytti henni smá, því að í staðin fyrir vatn setti ég kókosolíu. Þá verður maður svo gasalega mjúkur eftir baðferðina … Ég set hér til gamans uppskriftina

1 bolli matarsóti, 1/2 bolli Cream of tartar, kókosolía eftir þörfum, ilmur og litur ekki þó of mikið….

Sótanum, tartar, olíu, ilmi og lit blandað saman þar til þetta loðir mjög vel saman. sett í form og þjappað.  látið „þorna“ í 1-2 daga. Ef bomban brotnar þegar hún er tekin úr mótinu, þá er hægt að laga hana með því að spreyja örlitlu vatni á og laga þannig…

njótum vel og lengi…

Slide1

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s