saga af dagdraumum, kössum og iðjuleysi…

Eitthvað er nú lítið að gerast hér á þessari síðu. Það styttist óðfluga í flutninga Frúarinnar og litið er um framkvæmdir og dúllerý á heimilinu. Einhverrahluta vegna er framkvæmdaleysið algjört. Mikið er þó um dagdrauma og plön um hvernig hlutirnir eigi að vera á nýja heimilinu. Eiginmaðurinn segir að ég sé löngu búin að raða öllu inn í huganum og sé jafnvel farin að breyta uppröðuninni aftur 😉 ok kannski er það rétt, en ég verð að viðurkenna að þessir 7 mánuðir sem liðnir eru síðan við festum kaup á húsinu okkar hafa liðið ótrúlega hratt og nú er bara að skella á niðurpökkunartímabil. Það eru komnir tómir kassar hér og þar, sem brátt verða búsnir af ýmsu dóti…

Ég má til með að setja inn með þessari litlu færslu, fallegar myndir af húsinu okkar…

image

image

Veturkonungur hefur hér hrímað allt húsið og það verður bara notalegt að fá sér heitt skíðafélagskakó í sólskálanum á svona dögum…

image

þessa fallegu vetrarmynd tók Ágúst Atlason en hann er snillingur með myndavélina strákurinn. Mér finnst þessi mynd æðisleg…

kannski maður fari að verða duglegri við að láta eitthvað hérna inn, við sjáum til…

Slide1

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s