Á sælum sólríkum sunnudegi má ég til með að skella inn, nokkrum blómlegum myndum sem myndavélin fangaði á hringferð sinnu um heimilið…
…þessar rósir eru nú sko algjört bjútý, þó þær séu nú bara allt í plati…
…þær fékk ég um daginn hjá Pier sjálfum, en þá var hið skemmtilega 3 fyrir 2…
❤ ❤
Þessi grein fékkst í Fjarðarkaupum, þar er sko mikið og flott úrval af „blómum“ og á tilboði sjáið til!
Þessar hvítu gömlu „rósir“ stand nú alltaf fyrir sínu og gleðja augað…
Liturinn á þessum rósum er algjört augnakonfekt, ælovit ❤
Þessar eru nú gamlar og hafa fylgt mér hringinn í kringum landið. Þær hafa alltaf staðið vaktina þegar mig hefur vantað eitthvað til að setja punktinn yfir I-ið með…
…þessi líka, hún lætur mann langa til að beygja sig niður að henni og anda að sér ilminn -sem er að sjálfsögðu enginn…
En njótum nú öll komandi viku kæru vinir