Já okey ég kíkti í Litlu Garðbúðina og jiii minn hvað þar er margt mjööög fallegt og mörgu sem langaði að koma með mér heim… En Frúin getur verið skynsöm… -stundum sko. Svo það var bara lítill skammtur sem flutti heim til mín… -núna 😉
T.d.þessi litli sæti diskur sem er yndislegur, það er líka mjög smart er að setja nokkra konfektmola á´ann þegar maður fær sér tíu….
…sjáið, bara yndi…
…nú eða þegar maður skellir sér í ostagírinn þá passar diskurinn svona líka akkúrat. Litlu skálina fékk ég líka og hún er svo mátuleg undir sultutauið sem þarf með ostinum…
Þessar fallegu glerkrukkur eru einmitt það sem okkur vantaði inn á baðherbergið, undir eyrnapinnana og tannþráðinn…
…það er voðalega fallegt og fínlegt mynstur á krukkunum, gasalega er ég líka glöð með þær!