…já það er nú ekki slæm lyktin á þessu heimili -a.m.k. í dag 😉  Frúin fór nebblega  hamförum í framleiðslu á baðdekurvörum…

Fyrst var framleitt baðsalt í tveimur ilmtegundum, þar á eftir var skellt í baðilmolíu og síðast voru gerðar baðbombur sem þurfa víst nokkra daga til að „þorna“… myndir af þeim koma  síðar… -vonandi!

Hér er ég búin að blanda saman Epsonsalti, Sjávarsalti, Matarsóda (til að gera hvissið þegar þetta er sett í baðið 😉 ) lit og ilmum…  Blátt er með Vanillu og Gult er með Jasmin

1

Vanillubaðsaltið komið í krukku…

2

…og Jasminbaðsaltið komið líka í neytendaumbúðin ❤

3

…Þetta fer að skapa valkvíða við baðferðir hjá Frúnni…

4

Svo eru það Búbbúlbaðflöskurnar og Baðolían mín með Vanillu …setti reyndar vanillustöng ofaní líka með olíunni og ilminum. Ég elska vanilluilm… ❤

5

já nú verður lítið annað gert á þessu heimili, en að hanga í baði í tíma og ótíma…

Slide1

Posted in , ,

2 svör við “Ilmur á heimilinu…”

  1. Fífur og Fiður Avatar

    Geggjað, uppáhalds heimagera baðvaran mín er kókosolíu sykur eða eðdon skrúbbur með lavander. Hvernig lit notaru í saltið? Gel eller? Girnó baðherbergi!

    Líkar við

    1. gunnabirgis Avatar

      Takk fyrir það! ég notaði Gellit þynntan í smá vatni 😉

      Líkað af 1 einstaklingur

Skildu eftir svar við Fífur og Fiður Hætta við svar