Í gær tók ég eftir því að páskaliljurnar sem hent var út á svalir eftir páskana í fyrra, voru að lifna við!!! Þetta þótti Frúnni sem er „ekkiheldurlifandiblómumkona“ mjög merkilegt! Svo ræfils laukarnir voru teknir inn, og nú á að gera smá tilraun með þá…
Það verður nú spennandi að sjá hvort mér takist það sem meira að segja vetrinum tókst, það er halda liljunum lifandi…
…sjáið þið bara eitt lítið blóm sem gægist uppúr pokanum…
Þetta verður nú spennandi verkefni…
…verður þetta kannski bara eina blómið?
Hver veit…
…en við sjáum hvað verður, kannski er þetta bara sérstaklega harðgerð tegund sem hentar konu eins og mér…