…voru mótaðar af Frúnni úr 2 bollum af epsonsalti, nokkrir dropar af ilmolíu, smá vatni og olivuolíu og gel-lit þynntum í smá vatni… hnoðað saman, bæta við vökvan þar til allt loðir saman…
…svo var þjappað vel ofaní form, ég ákvað að hafa bomburnar mínar ekkert of stórar. Það er mjög mátuleg stærð að móta baðbombur í litlum flotholtum.
Næst ætla ég að setja rósablöð með í bomburnar, en í þetta skiptið var litlum rósaknúmpum þjappað með i botninn…
Ég lét þær þorna í rúma 2 sólahringa, eftir að ég losaði þær úr forminu…
…sko bara, hérna eru þær svo tilbúnar til að fara í baðið… það kom mér virkilega á óvart hvað þær urðu harðar…
…og héngu alveg saman!
hehehe svo virka þær líka vel… sjáið bara hér er blómaknúmpurinn orðinn laus úr prísundinni og flýtur upp… ❤
Fallegt! Ekki satt… ?
það getur líka verið sneddý að setja baðbomburnar í sætan sellófan-poka sem fæst t.d. í Söstrene Grene og gefa einhverjum sem manni þykir voða vænt um, í dekurgjöf…