Merkisdagar í fjölskyldunni…

…eru nú loksins skráðir og komið upp á vegg. Um daginn sagði ég frá flottu dagatali sem hægt er að ná í á netinu og prenta út! Ég náði mér í það og prentaði út fyrir okkur, en fór svo að spá í hvernig væri sniðugast að hengja það það upp…

IMG_4193

…þá mundi ég eftir því að hafa séð svo svakalega sniðuga hugmynd á flakki mínu um netið, þar sem „klemmu“herðatré var notað til að hengja upp myndir og dagatöl! Heppna ég að eiga slatta af slíkum herðatrjám…

IMG_4194

ég byrjaði á að grunna það,  en svo var hvít kalkmálning frá Föndru notuð yfir grunninn…

IMG_4196

Sko bara er það ekki smart? Ég fyllti út í dagatalið afmælisdaga í fjölskyldunni svo og aðra merkisdaga sem nauðsynlegt er að muna…  Svo notaði ég mynstrað karton í bakið, því það fannst mér gefa lúkkinu betri fyllingu!

IMG_4198

…Herðatréð fékk smá „sjabby“ áferð í lokin…

IMG_4201

…hér sjáið þið svo hvernig ég er búin að færa inn nokkra merkisdaga í febrúar.  Ég mæli með að þið geri ykkar eigið persónulega dagatal með merkisdögum í ykkar fjölskyldu!

IMG_4205

Njótum dagins…

Slide1

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s