Kjóll vikunnar er af mér eins og hinir kjólarnir, nema hvað þennan hefur frúin ekki farið í í möööörg ár 😉 Ég keypti mér lítla gínu í RL um daginn og ákvað að skella einum að „gömlu“ kjólunum mínum á hana… ❤
Þennan kjól notaði ég síðast fyrir ca 50 árum eða svo….
Kjóllinn er í góðum félagskap með öðrum „gömlum“ kjólum. Af mér og dóttir minni og svo skírnarkjóll sem ég saumaði þegar ég var 15…
Sætur gamall sparikjóll ❤
Hér sést í nokkra gamla kjóla sem mamma saumaði á mig nýfædda ❤
„spariskór“ af dótturinni ❤
Á „stóru“ gínunni er flotti blúndusumarkjóllinn minn frá Spennandi en hann fékk smá viðbót þegar ég kom heim frá Brighton en þar keypti ég þessa fallegu blúndusólhlíf. ég bara varð!!!
oooohhh…. er hún ekki falleg….
… mér finnst blúndan vera alveg svakalega falleg á sólhlífinni…
Ég á nú eftir að finna út hvernig best er að festa hana, en það kemur . Ég bara varð að smella nokkrum myndum af´enni mér finnst hún svo flott með kjólnum fína 😉
Bestu kveðjur úr kjóladeildinni…
Gunna
Bestu þakkir fyrir kjóla bloggið þitt Gunna. Ég hef haft mjög gaman af því að fylgjast með. Þú et alveg einstök listakona lífsins. +
Bestu kveðjur Elísabet M. Ástvaldsdóttir.
Líkar viðLíkar við
🙂
Líkar viðLíkar við
jeminn þvílík dásemd ❤
Vildi að ég ætti gömlu kjólana mína sérstaklega heklaða kjólinn sem ég er í á myndatökuni ca 2ja ára. Heppin ertu.
kær kveðja
Stina sæm
Líkar viðLíkar við