Mér finnst afskaplega gaman að fara í svona „húsmæðrabúðir“ ekki af því að mér finnist svo gaman að baka eða þannig 😉 heldur af því að þar finn ég stundum sniðuga hluti sem ég get nýtt í mínu brasi. Þannig fór líka þegar ég skellti mér inn í eina slíka í Brighton um daginn. Þar fann ég líka þetta flotta mót, sem steypa á sykurmassaskraut í… eeeeen þetta var einmitt það sem ég hafði verið að leita að hér í föndurbúllum, til að steypa mér rósettur í, bæði úr leir eða gifsi. Heppna ég!
Sko hér er frumraunin gerð úr gifsi… ég er voðalega lukkuleg með’etta!
Hér er mótið fína, það er mjúkt gert úr sílikoni…
…hér er ein rósetta tilbúin og önnur í lögun.
Gifsið virðist alveg vera að gera sig, en ég ætla að prófa að gera nokkrar úr steinleir og brenna svo. Það verður spennandi að sjá hvað kemur út úr því.
Ég festi gifsrósettuna á tréramma sem er utan um spegil sem ég á og þetta kemur bara svakalega flott út.
Bráðum verða svo rósettur komnar á allt hér á heimilinu hehehehe…. 😉
Kveðja úr gifsrykinu…
Gunna
ótrúlega sniðugt og flott. Takk fyrir hubmyndina…
kv Ása
Líkar viðLíkar við
Vá flott hef einmitt verið að spá í hvernig ég gæti gert rósettu sjálf 🙂
Líkar viðLíkar við