Rósettur

Mér finnst afskaplega gaman að fara í svona „húsmæðrabúðir“ ekki af því að mér finnist svo gaman að baka eða þannig 😉 heldur af því að þar finn ég stundum sniðuga hluti sem ég get nýtt í mínu brasi. Þannig fór líka þegar ég skellti mér inn í eina slíka í Brighton um daginn. Þar fann ég líka þetta flotta mót, sem steypa á sykurmassaskraut í…  eeeeen þetta var einmitt það sem ég hafði verið að leita að hér í föndurbúllum, til að steypa mér rósettur í, bæði úr leir eða gifsi. Heppna ég!

Sko hér er frumraunin gerð úr gifsi… ég er voðalega lukkuleg með’etta!

1

Hér er mótið fína, það er mjúkt gert úr sílikoni…

2

…hér er ein rósetta tilbúin og önnur í lögun.

3

Gifsið virðist alveg vera að gera sig, en ég ætla að prófa að gera  nokkrar úr steinleir og brenna svo. Það verður spennandi að sjá hvað kemur út úr því.

4

Ég festi gifsrósettuna á tréramma sem er utan um spegil sem ég á og þetta kemur bara svakalega flott út.

5

Bráðum verða svo rósettur komnar á allt hér á heimilinu hehehehe…. 😉

6

Kveðja úr gifsrykinu…

Gunna

2 athugasemdir við “Rósettur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s