Pottlok fær nýtt lúkk…

Ég hef verið að kíkja eftir glerloki í “ þeim góða“ þegar ég hef heimsótt hann, en ekkert fundið 😦 Eeeeen svo datt mér gasalega sniðugt í hug, afhverju ekki að prófa að nota glerpottlok? Þar sem þau eru til í tugatali í „þeim góða“….

Ég á stórar krukkur sem ég hef notað undir ýmislegt og fann m. a lok í „þeim góða“ í vor, sem passaði svo flott á eina af krukkunum mínum og ég bloggaði um það hér….  Gullið úr „þeim góða“   en ok ég á fleiri svona flottar krukkur frá systrunum grænu sem mig langaði að skella á loki.

Ég keypi lok á 100 kr. í „þeim góða“ það var 50% afsl. hjá þeim 🙂  og átti til höldur frá Ikea, en þær hentuðu ekki þar sem ekki reyndist vera hægt að herða þær alveg upp að glerinu… ég átti til fleiri típur og prófaði þær grimmt…  það þarf þó að stytta skrúfuna á þeim 😉

1

Það var prófað að setja fjólubláahöldu eeeeeen ekki alveg að virka fyrir frúnna…

2

…þá var skipt yfir í hvíta með tini og hún fullnægði kröfunum sem setta voru fram… algjört æði!

3

Konan bara happy með´etta og nú á ég tvær stórar sætar krukkur með loki, sem nýtast sko vel undir eitt og annað…

4

ég mæli sko með því, að þeim sem langar í lok á krukkur skoði í „þann góða“ hvort ekki séu til lok sem passa…

5

…sönn endurnýting og ekki svo dýr… 🙂

8

Loka-kveðja, þó ekki loka…

Gunna

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s