jæja þá er nú liðið eitt ár síðan ég hóf að kynna fyrir ykkur kjólana mína og enn eru nokkrir eftir 😉 En kjóll þessarar viku er algjört æði ❤ og er frá versluninni Spennandi og er svakalega rómatískur eins og allt frá þeim.
Kjóllinn er í reynd saman settur úr þremur flíkum, þ.e. 2 kjólum og þunnum yfirkjól. Hann er bara algjör draumur með fullt af blúndum, puffum og pífum. Svo er frúin svo heppin að eiga trefil/sjal og tösku í stíl, ekki leiðinlegt það! sjáið bara og dæmið sjálf….
Þið vitið nú orðið hvað ég er hrifin af öllu þar sem fyrsti stafurinn er blúnda… en er þessi kjóll ekki æði…
Taskan er eins og kjóllinn algjört augnakonfekt.
ælovit ❤
Jedúddamía hvað mér finnst ég flott og fín þegar ég spranga um í þessu bjútýi…
Rómantíkin er sko ekki langt undan…
Var ég búin að segja ykkur frá öllum blúndunum sem mér finnst svo yndislega fallegar…?
…og pífunum oooohh svo rómó…
Töskublúndubjútýið…
❤ ❤
Hér hafið þið nú fengið kynningu á kjól númer 53, sem er algjört uppáhald…
Blúndu og pífukveðja úr Hafnarfirðinum ❤