Við hjónin keyptum voða sætt sófaborð fyrir síðustu jól í þeim Góða. Siðan hefur staðið til að gera eitthvað fyrir blessað borðið … og þar sem ég var svo heppin að sólin sýnir sig frekar lítið þessa dagana 😉 nú þá voru ermar brettar upp og borðið pússað létt…
Borðið var dulítið sjoppulegt með allskyns blettum og hringjum, sem ég hef falið með bökkum pífum og dúllum! En svona leit borðið út fyrir meðferðina hjá frúnni…
Ég blandaði saman 1/4 bolla af eplaediki og 1/8 bolla olifuolíu (fann þessa uppskrift á Pinterest) og nuddaði borðið létt með þeirri blöndu, ég notaði fínan pottasvamp. þurrkaði síðan yfir með bómullarklút og fór svo aðra umferð með blöndunni og þurrkaði síðan aftur yfir borðið. Og vitið bara hvað, allir blettirnir á borðinu hurfu… 😉
Nú þegar borðið hafði jafnað sig á meðferðinn hjá frúnni, nú þá var ekkert eftir nema að skella einhverju ofanáða ❤
Finnst ykkur ekki bara hafa tekist vel til? Ég er nú samt ekki alveg hætt með borðið, því mig langar til að mála neðrihlutan á því hvítann -en halda borðplötunni í viðarlit 🙂
Húsmæðrataktakveðja úr Hafnarfirðinum… ❤
Æðislega flott hjá þér 😍
Líkar viðLíkar við
Takk fyrir 🙂
Líkar viðLíkar við
Flott!
Líkar viðLíkar við