Rigningar-dudd í þvottahúsinu

Ef rigningardagar eru ekki rétti tíminn til að snuddast og duddast í tiltekt og ýmsum inniframkvæmdum, nú þá er enginn tími réttur… 😉 Ég tók mig til á einum slíkum og henti mér í smá tilekt í þvottahúsinu -undarleg hvað það sogast drasl og dót inn í slíkt herbergi! jæja það er víst önnur saga 😉 En allavegana er ég  með mýkingarefni í TRÖLLAbrúsa og ég þoli ekki það, að ég virðist verða alveg stjórnlaus þegar ég reyni að hitta í mýkingarefnaopið í þvottavélinni og puða vökvanum út um allt… Svo frúin lagði höfuðið í bleyti og opnaði nokkra skápa til að sjá hvort þar leyndist einhver hókus-pókus lausn 🙂 og úlala lausnin lá á lausu inni í einum þeirra…

…en þar beið líka þessi fína glerflaska, svartri málningu var skellt á tappann, krítartöflulímmiði límdur á og herlegheitin merkt! þið sjáið stóra,stóra trölladúnkinn á einni myndinni… 😦

1flaska

Frú bráðlát fór offörum í að mynda áður en tappinn var þornaður…  -en svona er maður nú bara 😉

2flaska

Ég er bara ánægð með nýju mýkingarefnisflöskuna mína og nú er sko ekkert mál að ráða skammtastærðinni sjálfur…

3flaska

Mjúkar kveðjur úr Hafnarfirðinum

Gunna 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s