Við hjónin fengu gefins um daginn svakalega sniðug kerti. Þessi kerti ganga fyrir batteríi svo það er engin eldhætta af þeim…. Eitthvað fannst nú frúnni kertin vera hálf berrössuð svo hún tók sig til og gerði smá tilraun á einu kertanna… kíkjum á afraksturinn;
Kertin eru meira að segja með fjarstýringu. Það er ótrúlega þæginlegt að ganga um og slökkva á kertum með henni hehehe 🙂 Kertin eru af 3 stærðum mjög flott. Ég ákvað að skella einu kertanna í Drykkjarkrúsina mína fínu en fannst að kertið þyrfti einhverja smá alndlyftingu… Svo ég náði mér í uglumynd sem ég átti útprentaða á venjulegan pappír.
Ég sneið myndin eftir kertinu og tyllti henni á með límbandi að aftan á samskeytunum. Mjög þæginlegt 😉 og sko hér sjáið þið þetta líka flotta kerti! Eða hvað finnst ykkur?
Ég ætla að skella myndum á fleiri kerti næstu daganna, þetta er svo þæginlegt maður getur svo bara breytt um mynd daglega… ji hvað það er spennandi 🙂
…ein svona í rökkrinu…
…og ein svona yfirlitsmynd 😉 ég elska þetta fráleggsborð mitt enda er ég endalaust að breyta þar…
kertaknús úr Hafnarfirðinum.
Fallegt 😉
Líkar viðLíkar við
Takk fyrir það, Ólöf Edda. 🙂
Líkar viðLíkar við
rosa flott 🙂 hvar fékkstu krúsina sem kertið er í ?
Líkar viðLíkar við
Takk fyrir Auður, ég fékk hana í Pier.
kveðja Gunna
Líkar viðLíkar við
Mjög flott, hvar fékkstu uglumyndina, hún er æði:)
Líkar viðLíkar við
Takk Sigga!
En uglumyndina fann ég nú bara með því að Gúggla… 😉
kveðja Gunna
Líkar viðLíkar við