Meira af kertum…

Ég er svo heppin að það voru 6 kerti saman í pakkanum sem við fengum gefins, sem þýðir það, að ég fæ að stússast í smá breytingum á næstu dögum. ooohh mér leiðist það nú ekki…

En kerti 2. Því var ég búin að planta inni á svefnherbergisbekknum hjá okkur skötuhjúunum. Og þá leit þetta svona út…

1

Því næst var sótt falleg mynd í safnið. Ok ég á alltaf til útprentaðarmyndir, þar sem maður getur alltaf lent í því að vanta bráðnauðsynlega eins og eina mynd… 😉 og hver vill sitja í þeirri súpu, að eiga ekki til mynd? -ekki ég…  Myndin var sniðin til, tyllt á kertið að aftan með teipi og allt var reddý…

1a

Ég setti sæta blúndu á kúpulinn, svona bara til að undirstrika blúnduna í mér… ❤

1b

Ég er rosalega spennt að sjá hvernig þetta kemur út í kvöld þegar það fer að rökkva. Ég bara get varla beðið…

1c

En þar sem ég var nú byrjuð að duddast þetta í svefnherberginu. Nú þá hélt frúin áfram…  Skáparnir í svefnherberginu er stórir og góðir, enda verða þeir að vera það þar sem þeir hýsa ansi marga kjóla sko 😉  eeeen það er svo leiðinlegt bil á milli þeirra sem nýist í ekki neitt, ég hef notað stórar bastkörfur þar inní svona til að fylla smá uppí og það er bara allt í lagi. Körfurnar fengu smá andlitslyftingu í leiðinni, hér eru fyrir og eftir myndir af þeim…

2

…kveðja Gunna

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s