…jedúddamía hvað þetta er langt orð… en ég verð bara að deila með ykkur nýjustu tilrauninni með drykkjarkrúsina góðu sem ég keypti í Pier um daginn.
Þessi drykkur er mjög auðveldur og svakalega svalandi fyrir utan það að vera gasalega hollur 😉
Sko, maður tekur bara slatta af niðursneiddum rabbabara og skellir honum í krúsina og svo slatta af vatni þó ekki of miklu! ég hefði t.d. mátt hafa diggulítið meira af rabbabaranum hjá mér 🙂 því annars verður bara vatnsbragð af drykknum góða! þetta er látið standa við stofuhita í ca. sólarhring… þumalputtareglan er, að þegar allur rabbabarinn er sokkinn þá er þetta reddí 😉
…þá setti ég ca.10 dropa af steviu útí, það má líka setja hrásykur eða venjulegan útí ef maður vill frekar velja þá leið 😉 sumir fjarlægja rabbabarann úr drykknum á þessu stigi en mér fannst þetta svo smart svona í krukkunni! Annars er rabbabarinn orðinn algjörlega bragðlaus þegar nú er komið sögu! Næst er gott að skella krukkunni inn í ískáp og kæla drykkinn smá og svo getur maður bara drukkið þetta að vild í sumarhitanum….
Ég prófaði að setja fallega beika safann í soda streamtækið mitt, bara svona til að athuga hvort ég næði að setja smá gos í´ann og ….ummmm ælovit ❤
Ég mæli sko með, að þið prófið líka að rabbabarast 😉
kveðja RabbabaraRúna 😉
MInn varð ekki svona dökkur svo ég setti svolítið Grenadine 😉 Það var ossalega huggó 😉
En hvar fékkst þessi æðislegu rör?
Líkar viðLíkar við
Hæhæ
Rörin fékk ég í Hlöðunni á Selfossi, en ég veit að það fengust svona rör í Söstrene Grene… 😉 Liturinn virðist verða misrauður á rabbabaradrykknum ég hef rekið mig á það, en ég veit ekki af hverju!
kv. Gunna
Líkar viðLíkar við