jæja þar sem ég á 30 ára afmælisdreng í dag, nú þá þýðir ekkert annað en draga upp sitt fínasta púss… 🙂 Kjóll þessa sunnudags er svartur flauelis „galakjóll“, með ísaumuðum pallíettum og perlum. Kíkjum á´ann…
fullt af perlum og pallíettum ísaumaðar í bolinn…
…meira að segja veskispungurinn minn er alsettur perlum…
…skórnir eru frekar látlausir með honum þessum…
þessi kjóll er afskaplega þæginlegur og maður getur vel dregið djúft andann án þess að það bresti í saumunum 😉
hafið það gott kveðja Gunna